Innkallar forsteikt smælki

Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir.

Hollt og gott hefur innkallað forsteikt smælki með rósmarín vegna ómerkts ofnæmisvalds í vörunni. 

Í samræmi við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa vörur með best fyrir dagsetningu 27. júlí og 29. júlí verið innkallaðar. Ástæða innköllunarinnar er röng innihaldslýsing, en varan inniheldur ómerktan ofnæmisvald, sojalesitín, sem ekki eru gerð viðeigandi skil á pakkningu. 

Varan hefur verið seld í verslunum Bónuss um land allt. 

Fram kemur í tilkynningu að varan sé skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojabaunum og sojaafurðum. Neytendur sem eru viðkvæmir fyrir sojabaunum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni gegn endurgreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert