Skilur að fólk hafi áhyggjur af frumvarpinu

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi segir að ef frumvarp matvælaráðherra um lagareldi færi í gegnum þingið óbreytt þá væri það dæmi um frumvarp sem hún myndi íhuga að skjóta til þjóðarinnar.

Þetta kom fram á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is með Höllu Hrund á Egilsstöðum í gærkvöldi.

Einn fund­ar­gest­ur lýsti yfir óánægju sinni með sjókvía­eldi og frum­varp mat­vælaráðherra um lagar­eldi. Halla kvaðst skilja vel að sumt fólk í landinu hefði áhyggjur af frumvarpinu.

Halla Hrund hefur undanfarið mælst með mest fylgi.
Halla Hrund hefur undanfarið mælst með mest fylgi. mbl.is/Brynjólfur Löve

Bar ákvæðið saman við virkjunarleyfi

„Mér finnst ágætt að bera þetta sam­an við orku­mál­in, sem ég þekki vel. Þar eru til dæm­is leyf­is­veit­ing­ar vatns­afls­virkj­ana, eins og Kára­hnjúka­virkj­un­ar, þau eru ótíma­bund­in. En þar hafa í raun og veru leyfi í sögu­legu sam­hengi verið veitt til op­in­berra aðila eins og Lands­virkj­un­ar. Sem er í þess­um til­fell­um áskor­un að svo verði ekki, eða lít­ur út fyr­ir að svo verði ekki,“ sagði Halla og bætti við:

„Ef frum­varpið væri al­gjör­lega óbreytt og það væri djúp krafa þjóðar um að skoða þetta sér­stak­lega, þá myndi ég íhuga það. Af þeirri ástæðu að þetta er mál sem gæti haft lang­tíma­af­leiðing­ar fyr­ir auðlindaráðstöf­un, sem eru þess­ar stóru lang­tíma­af­leiðing­ar. En ég myndi fyrst og fremst vilja sjá að þingið myndi leysa þessi mál því að þar eru okk­ar kjörnu full­trú­ar.“

Hátt í tvö hundruð manns mættu á forsetafundinn.
Hátt í tvö hundruð manns mættu á forsetafundinn. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert