Myndavélavöktun í Grafarvogi átti að hefjast 2019

Staðsetningar eftirlitsmyndavélanna samkvæmt tillögunni.
Staðsetningar eftirlitsmyndavélanna samkvæmt tillögunni. Ljósmynd/Hverfið mitt

Óafgreidd tillaga um myndavélavöktun í og út úr Grafarvogi situr nú á borði borgaryfirvalda. Tillagan var kosin af íbúum hverfisins í hverfinu í verkefninu Hverfið mitt árið 2018 og átti að koma í gagnið 2019.

Verkið lenti í öðru sæti í íbúakosningunum og var úthlutað 33 milljónum í framkvæmdir en situr nú í skoðun á skrifstofu borgarritara og borgarstjóra. Íbúar Grafarvogs hafa oft sent erindi til Reykjavíkurborgar en ekki hlotið áheyrn þar.

Verkið er það eina sem hefur ekki komið til framkvæmda frá kosningunni árið 2018. Tillagan fékk mikinn stuðning í kosningunni 2018 en þar sammældust íbúar um að þetta myndi auka öryggi íbúa og eins aðstoða lögreglu í hennar verkum.

Þann 3. mars svaraði mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið og sagði það til meðferðar hjá borgarritara á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Viðræður þeirra við lögreglu og Neyðarlínuna um rekstur myndavéla í miðborginni væru ekki hafnar en ætlunin væri að fella myndavélarnar í Grafarvogi undir þann samning. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka