Ráðin prestur í Garðabæ

Matthildur Bjarnadóttir.
Matthildur Bjarnadóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Tvær umsóknir bárust og var önnur þeirra dregin til baka. Hin var frá séra Matthildi Bjarnadóttur og hefur hún verið ráðin. Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sr. Matthildur lauk BA-gráðu frá guðfræðideild HÍ árið 2012. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám í trúarbragðasögu við Kaupmannahafnarháskóla. Hún flutti heim 2016 og lauk embættisprófi við HÍ árið 2020.

Alla sína menntaskóla- og háskólagöngu starfaði sr. Matthildur fyrir þjóðkirkjuna og KFUM og KFUK í hinum ýmsu störfum. Hún tók við starfi æskulýðsfulltrúa Garðasóknar 2019 og var vígð sem æskulýðsprestur í október 2021.

Sr. Matthildur er gift Daða Guðjónssyni kennara og eiga þau tvö börn, Jónu Theresu sem er 7 ára og Ísak Bolla sem er 4 ára.

St. Matthildur ef af miklum prestaættum. Foreldrar hennar eru sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðaprestakalli og afi hennar og amma voru sr. Bolli Gústavsson og frú Matthildur Jónsdóttir, fyrrverandi vígslubiskupshjón á Hólum í Hjaltadal. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert