Fimm fórust og 1.000 heimili eyðilögðust

Heimamenn standa á brú sem var sett saman til bráðabirgða …
Heimamenn standa á brú sem var sett saman til bráðabirgða vegna flóða. AFP

Að minnsta kosti fimm fórust og um eitt þúsund heimili eyðilögðust í jarðskjálfta að stærðinni 6,9 sem reið yfir Papúa Nýju-Gíneu snemma í gærmorgun.

Áin Sepik flæddi yfir bakka sína og hafði það áhrif á tugi þorpa sem eru staðsett við bakka hennar.

„Fram að þessu eru um 1.000 heimili ónýt,” sagði Allan Bird, héraðsstjóri í Austur-Sepik.

Viðbragðsaðilar hafa streymt á svæðið. Mikil þörf er á neyðarbirgðum og tímabundnum skýlum.

Margir þeirra níu milljóna íbúa Papúa Nýju-Gíneu búa fjarri stórum bæjum og borgum á svæðum þar sem aðstæður fyrir viðbragðsaðila eru erfiðari.

Papúa Nýja-Gínea er í 16. sæti í heiminum yfir þau lönd sem eru í mestri hættu af völdum loftslagsbreytinga og náttúruaflanna heima fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert