Beraði á sér barminn í forsíðuviðtali

Söngkonan Miley Cyrus.
Söngkonan Miley Cyrus. AFP

Bandaríska leik- og tónlistarkonan Miley Cyrus gerði sér lítið fyrir og beraði á sér barminn í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Interview sem kom út nú á dögunum. Klessti hún brjóst sín upp við gler á meðan hún brosti sínu blíðasta.

Myndefnið sem prýðir viðtalið er stórskemmtilegt. Cyrus stillir sér upp í ýmsum fatnaði en er oftast fremur fáklædd og nýtur sérhvert tækifæri til þess að bera bæði brjóst og bossa.

Tónlistarkonan sagði frá skrýtnum stundum tónlistarbransans á tímum heimsfaraladurs og hversu mikið hún hafði saknað þess að koma ekki fram á tónleikum og tónlistarhátíðum. Cyrus talaði einnig um það í viðtalinu með hvaða hætti hún fann sína innri rokkstjörnu og hvaða þýðingu það hefur fyrir hana að vera rokkstjarna.

Líkti hún endurkomu sinni á tónleikasvið við Marilyn Monroe, sem var vitaskuld stórstjarna sinnar kynslóðar. „Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa táknrænu mynd af henni,“ sagði Cyrus í viðtalinu og vísaði til þess sögulega atburðar þegar Marilyn Monroe kom fram og skemmti mörgþúsund Bandarískum hermönnum í Kóreu árið 1954. Talaði Marilyn Monroe opinberlega um það á meðan hún lifði að á þessum tímapunkti hafi hún yfirstigið sviðskrekk sem hún hafði lengi átt við að etja.

„Marilyn Monroe veitti svo mörgu fólki von. Von í formi kynhneigðar, fegurðar og gleði. Hún var þetta ferska loft sem fólk á þessum stað á þessari stundu þurfti. Hún hafði ekki upplifað sömu þjáningar og þess vegna gat hún veitt þennan innblástur,“ sagði Cyrus. 

View this post on Instagram

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus)

View this post on Instagram

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus)



    

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler