Tuttugu valdar fyrir tvo Danaleiki

Sólveig Larsen og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar í 23 …
Sólveig Larsen og Barbára Sól Gísladóttir eru báðar í 23 ára landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Ísland mætir Danmörku í tveimur U23 ára landsleikjum kvenna í knattspyrnu dagana 6. og 9. apríl en þetta verða fyrstu opinberu landsleikirnir í þessum aldursflokki í langan tíma.

Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins og tilkynnti í dag 20 manna hóp fyrir leikina sem fara báðir fram í Helsingör í Danmörku.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Stjörnunni
Aldís Guðlaugsdóttir, Val

Varnarmenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Breiðabliki
Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Breiðabliki
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Selfossi
Arna Eiríksdóttir, Val
Sóley María  Steinarsdóttir, Þrótti R.
Jelena Tinna Kujundzic, Þrótti R.
Katla María Þórðardóttir, Selfossi

Miðjumenn:
Ída Marín Hermannsdóttir, Val
Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
Unnur Dóra Bergsdóttir, Selfossi
Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Þrótti R.

Sóknarmenn:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Örebro
Bryndís Arna Níelsdóttir, Val
Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, FH
María Catharina Ólafsdóttir Gros, Fortuna Sittard

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert