Hótaði að kæfa ungt barn

Dómurinn gekk í Héraðsdómi Austurlands.
Dómurinn gekk í Héraðsdómi Austurlands. mbl.is/Gúna

Kona á þrítugsaldri var í vikunni sakfelld í Héraðsdómi Austurlands fyrir hótanir sem beindust gegn ungu barni og hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hótanirnar sendi hún móður barnsins á Facebook.

Málið var tekið fyrir af héraðsdómi þann 7. janúar sl. en ákærða í málinu sótti ekki dómþing. Hún hefur áður verið dæmd til refsingar, meðal annars fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum fíkniefna og án þess að vera með gilt ökuleyfi.

Skilaboðin sem hún sendi móður barnsins ollu því að móðirin óttaðist um líf, heilbrigði og velferð barns síns. Í þeim sagðist hún ekki hafa neinu að tapa og að það gerði hana hættulega. Í skilaboðunum sagði meðal annars:

„Ég hef engu að tapa“,

„Ég hef misst allt“,

„Það gerir mig hættulega“,

„Já þetta er hótun“,

„Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“,

„Ég væri að gera því greiða“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert