16-24 ára minnst hrifin af flugeldum

Flugeldar á lofti í Reykjavík.
Flugeldar á lofti í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

60% Íslendinga í aldurshópnum 16–24 ára vilja banna sölu flugelda til einkanota samkvæmt nýrri könnun Prósent sem framkvæmd var á dögunum 30. desember 2021 til 9. janúar 2022. Svarendur voru 1.118 talsins.

Hlutfallið er töluvert lægra í öðrum aldurshópum en 44% svarenda voru sammála því að banna ætti sölu flugelda til einkanota, 15% sagði hvorki né og 41% var ósammála. Konur voru meira sammála en karlar. 

Af öllum aldurshópum vildu fæstir í aldurshópnum 55–64 banna sölu flugelda til einkanota eða einungis 38%.

Skipting eftir aldursflokkum.
Skipting eftir aldursflokkum. Skjáskot/Prósent

36% kaupa flugelda

Um 36% svarenda sögðust kaupa flugelda en 64% svarenda kaupa ekki. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er fólk búsett á landsbyggðinni líklegra en fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa flugelda. 32% á höfuðborgarsvæðinu kaupa flugelda en 43% á landsbyggðinni.

„Auk þess kaupa karlar frekar flugelda en konur og þau sem eru í aldurshópnum 35-44 ára kaupa frekar flugelda en þau sem yngri eru og 55 ára og eldri,“ segir í niðurstöðunum.

Þá var það einnig aldurshópurinn 18-24 sem var hvað mest sammála því að takmarka ætti magn flugelda sem hver einstaklingur má kaupa. Auk þess voru konur meira sammála en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins meira sammála en íbúar landsbyggðarinnar.

Sjá niðurstöðurnar í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert