Innlent

Hin látna var á níræðisaldri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjúkrabíll við Landspítalinn Fossvogur
Sjúkrabíll við Landspítalinn Fossvogur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Konan sem lést á Landspítalanum á síðastliðnum sólarhring var á níræðisaldri. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Fram kom á Vísi fyrr í dag að um aldraða konu væri að ræða.

Um er að ræða ellefta andlátið af völdum Covid-19 hér á landi en það fyrsta í bylgjunni sem nú gengur yfir. Tíu létust í fyrstu bylgju faraldursins í vor.

Konan var ekki á gjörgæslu að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómaadeild Landspítalans.

„Aldrei hefur verið mikilvægara að við tökum öll höndum saman í þessu verkefni: Að ná stjórn á faraldrinum, ná smitunum niður og làgmarka þannig skaðann fyrir land og þjóð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×