Kría hættir við þátttöku í efstu deild

Kría sendir ekki lið til keppni á næstu leiktíð.
Kría sendir ekki lið til keppni á næstu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksdeild Kríu hefur hætt við þátttöku í efstu deild karla og mun ekki senda lið til keppni á næsta tímabili. Kría vann sér inn sæti í efstu deild með sigri á Víkingi í umspili. Víkingi verður boðið sætið í stað Kríu. Handbolti.is greinir frá.

Að sögn vefmiðilsins hafa forráðamenn Kríu þegar tjáð HSÍ að félagið muni ekki senda lið til keppni í úrvalsdeildinni. Þá hafa Víkingar ekki tekið ákvörðun um að þiggja sætið í deild þeirra bestu.

Fari svo að Víkingur hafni sætinu er Þór varalið tvö og ÍR varalið þrjú. ÍR hafnaði í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar síðasta vetur og Þór í næstneðsta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert