100 milljónir í aukið skatteftirlit

Auknir fjármunir fara í skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Auknir fjármunir fara í skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun verða 100 milljónir settar aukalega í skattrannsóknir og skatteftirlit. Verður það meðal annars með áherslu á áhættustjórnun og að uppræta peningaþvætti.

Þetta er meðal þess sem lesa má í fjárlagafrumvarpinu, en það verður lagt fram á Alþingi á morgun.

Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé framhald af verkefni sem hófst árið 2020, en með auknu skatteftirliti er gert ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.

Þá verða einnig settar 30 milljónir aukalega til að styðja við stafræna þjónustu skattsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert