Mikið áfall fyrir Stjörnuna

Tandri Már Konráðsson, fyrirliði Stjörnunnar.
Tandri Már Konráðsson, fyrirliði Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tandri Már Konráðsson, leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik, er úlnliðsbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar af þeim sökum.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti Seinni bylgunnar en Tandri brotnaði á hendi í leik Stjörnunnar og Aftureldingar í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll á fimmtudaginn síðasta

Tandri, sem er 32 ára gamall, er fyrirliði Stjörnunnar en hann vonast til þess að geta leikið eitthvað með liðinu áður en tímabilið klárast.

Ég held ég missi allavega af fyrsta leik í átta liða úrslitum. Ég vonast til að geta byrjað að spila um leið og ég losna úr gifsinu,“ sagði Tandri meðal annars í hlaðvarpinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert