Örvunarskammtar ekki raunhæf stefna til lengdar

Höfuðstöðvar WHO í Genf.
Höfuðstöðvar WHO í Genf. AFP

Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) vöruðu í dag við því að sífelldir örvunarskammtar af upprunalega bóluefninu gegn Covid-19 væri ekki raunhæf stefna gegn nýjum afbrigðum og kölluðu eftir nýjum bóluefnum.

Sérfræðihópur sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin stofnaði til að meta frammistöðu Covid-19 bóluefnanna sögðu í dag að örvunarskammtar af upprunalega bóluefninu væru ekki besta lausnin gegn Covid-19 vegna nýrra afbrigða veirunnar.

Gæti þurft að uppfæra núverandi bóluefni

„Ólíklegt er að bólusetningaraðferð, þar sem notast er við endurtekningu á örvunarskömmtum af upprunalegu bóluefnasamsetningunni, sé viðeigandi eða sjálfbær,“ sagði sérfræðihópur stofnunarinnar í yfirlýsingu.

Þá kom einnig fram að þörf væri á því að núverandi bóluefni gegn veirunni verði uppfærð vegna nýrra afbrigða, eins og t.d. Ómíkron-afbrigðinu sem hefur breiðst hratt út á síðustu vikum og greinst í yfir 149 löndum.

Bent var á að nú væri unnið að yfir 331 bóluefnasamsetningum nýrra bóluefna út um allan heim en samkvæmt sérfræðihópnum gæti þurft að uppfæra samsetningu núverandi bóluefna þar til ný bóluefni hafa verið þróuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert