Foster yfir sig hrifin af Smámunasafninu

Jodie Foster skoðaði Smámunasafn Sverris Hermannssonar og varð yfir sig …
Jodie Foster skoðaði Smámunasafn Sverris Hermannssonar og varð yfir sig hrifin. AFP/Jon Kopaloff

Bandaríska leikkonan Jodie Foster brá undir sig betri fætinum á mánudag og gerði sér ferð á Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit. Safnstýran Sigríður Rósa Sigurðardóttir segir Foster hafa verið yfir sig hrifna af safninu og skildi ekki að sveitarfélagið ætlaði selja húsið.

Foster er við tökur fyrir norðan um þessar mundir en nú fara fram tökur á þáttunum True Detective á Dalvík, en búið er að breyta hluta bæjarins í bæinn Ennis í Alaska.

Akureyri.net greinir frá og hefur eftir Sigríði að á safnið hafi hringt Breti sem hafði tvisvar sinnum komið á safnið áður. Hann óskaði eftir að koma með farþega sem hann vildi endilega fá að sýna safnið og Sigríður ákvað að segja já. Hún sagðist vanalega þurfa að neita beiðnum sem þessum, en nú var hún á staðnum og sagði Bretanum að renna við.

Önnur konan kunnugleg

Sigríður kveðst ekki hafa vitað hverjir gestirnir væru, en að hann hafi komið með þrjár konur, tvær erlendar og eina íslenska.

„Ég bauð þau velkomin eins og ég geri við alla gesti, hann byrjaði á að segja þeim frá fyrri heimsóknum sínum og dásamaði safnið og ég bauðst svo til að ganga með þeim um og segja frá,“ sagði Sigríður. Hún segir að önnur erlenda konan hafi verið kunnugleg. „Það var ekki fyrr en eftir nokkrar mínútur að ég áttaði mig á að þetta væri Jodie Foster; þegar hún brosti!“

Auk Foster voru eiginkona hennar Alexandra Hedison, leikari, leikstjóri og ljósmyndari og Högna, aðstoðarkona Foster.

„Þær áttu ekki orð yfir hvað þetta væri magnað safn og einstakt, en urðu undrandi þegar ég sagði þeim að sveitarfélagið hygðist selja húsið og ekki reka safnið áfram. Þá vörpuðu þær strax fram fullt af hugmyndum um hvað hægt væri að gera – og tóku fram að þeim þætti sveitin mjög falleg! Þær skoðuðu líka Saurbæjarkirkju hér fyrir ofan og fannst hún geysilega falleg. Þær hafa komið að Skógum og fannst margt líkt með stöðunum,“ sagði Sigríður sem heldur í vonina að heimsókn Foster hjálpi við að bjarga safninu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant