„Þarf að vera snöggur að læra“

Darri Aronsson er 22 ára gamall og hefur leikið vel …
Darri Aronsson er 22 ára gamall og hefur leikið vel með Haukum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Darri Aronsson, leikmaður Hauka, mætti á landsliðsæfingu í Búdapest í dag en hann og Þráinn Orri Jónsson skiluðu sér í nótt til Ungverjalands. 

Mbl.is spurði Darra hvort ekki væri súrrealískt að vera einn daginn að horfa leikina frá Íslandi og vera síðan mættur á æfingu í keppnishöllinni. 

„Jú ég hugsaði það saman. Það var magnað að fá símtalið í gær og um kvöldið var maður á leið upp í vél til Ungverjalands til að taka þátt á EM. Það er auðvitað bara magnað að fá að taka þátt í leik með landsliðinu á stórmóti í fyrsta skipti,“ sagði Darri þegar mbl.is spjallaði við hann fyrir æfingu liðsins í dag. Darri segir alveg ljóst að hann þurfi að læra hratt því hann var ekki með í undirbúningi liðsins í janúar en kom inn í verkefnið í æfingavikunni í nóvember.

„Jú ég þarf auðvitað að vera snöggur að læra. Ég reyni að gera allt sem ég get gert til að hjálpa liðinu. Ég tek auðmjúkur þátt í þessu verkefni og það er bara gaman.“

Darri segir frammistöðu íslenska liðsins gegn Dönum og Frökkum, eftir að veiran stakk sér niður í herbúðum Íslendinga, sýna hugarfarið hjá íslensku landsliðsmönnunum. 

„Mér finnst þetta segja svolítið um karakterinn og hvers þeir eru megnuðir. Liðsheildin er frábær og það er virkilega gaman að sjá,“ sagði Darri Aronsson sem að óbreyttu fetar í fótspor foreldranna sem bæði spiluðu A-landsleiki: Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert