Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Staðan á Reykjanesi vegna jarðskjálfta og mögulegra eldsumbrota verður að sjálfsögðu tekin í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan tólf.

Rætt verður við Kristínu Jónsdóttur hjá Veðurstofu Íslands og fulltrúa viðbragðsaðila á vettvangi.

Þá greinum við frá nýjustu vendingum í þróun kórónuveirufaraldursins og ræðum við Katrínu Jakobsdóttir um möguleikana á því að Íslendingar tryggi sér meira bólefni en gert er ráð fyrir í samstarfi Evrópuríkjanna.

Að auki verður rætt við Skúla Helgason borgarfulltrúa um málefni Fossvogsskóla sem styr hefur staðið um eftir að mygla greindist í húsnæði skólans. Þetta og meira til í Hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×