Forsetaframboð Wests gerði út um hjónabandið

Kim Kardashian West og Kanye West standa nú í skilnaði.
Kim Kardashian West og Kanye West standa nú í skilnaði. AFP

Kim Kardashian sótti um skilnað við eiginmann sinn Kanye West fyrir helgi. Samkvæmt spekingum í Kardashian-fjölskyldunni á skilnaðurinn rætur að rekja til ársins 2018 og að forsetaframboð Wests á síðasta ári hafi gert út um hjónabandið.

Kardashian og West hafa verið gift frá árinu 2014 og eiga saman fjögur börn. 

Fyrst var greint frá því að skilnaður væri í aðsigi hjá hjónunum í byrjun janúar. Samkvæmt heimildum E Online var Kardashian hins vegar ekkert að drífa sig að skila inn pappírunum og sækja formlega um skilnað. Það var enginn dramatískur endir á hjónabandinu heldur hafði stefnt í skilnað lengi.

Skilnaðarplanið hefur verið á teikniborðinu lengi en þau gerðu kaupmála áður en þau gengu í það heilaga. Kaupmálinn einfaldar málin til muna en þau halda sínum eignum og tekjum bæði. Því er talið líklegt að skilnaðurinn verð mjög friðsamlegur.

Allt breyttist árið 2018

Heimildamaðu Us Weekly segir að hjónaband Wests og Kardashian hafi breyst mikið árið 2018 eftir að hann gaf í skyn í viðtali að hann teldi þrælahald svartra manna í Bandaríkjunum hafa verið val. 

„Þau fóru í gegn um erfitt tímabil eftir það. Kim leið skelfilega eftir þessi fáránlegu og óforsvaranlegu orð. Það tók mikið á þau að komast yfir það, en þeim tókst það. Þegar Kanye fór svo að ræða um það í viðtali að þau hefðu íhugað þungunarrof með elstu dóttur sína North [í júlí 2020] komu sprungur í hjónabandið,“ sagði heimildamaðurinn. 

West er greindur með geðhvörf og hefur talað opinberlega um það undanfarin ár. Þá hefur hann einnig sagt að hann vilji ekki taka lyf við sjúkdómnum því það komi í veg fyrir listsköpun hans. 

Í júlí 2020 birti Kardashian færslu um veikindi Wests þar sem hún sagði að slík veikindi tækju mikið á aðstandendur hins veika. Á sama tíma fóru sögur á kreik um að hún hefði farið á fund skilnaðarlögfræðings. 

Á síðasta ári bauð West sig fram til forseta Bandaríkjanna. Kardashian studdi aldrei við bakið á honum í kosningabaráttunni, en lítið fór fyrir baráttu hans í fjölmiðlum. Þau sáust sjaldan saman opinberlega í kosningabaráttunni. 

Að sögn heimildamanns TMZ var Kardashian löngu tilbúin með skilnaðarpappírana en vildi ekki sækja formlega um skilnaðinn á meðan West væri í maníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav