28. Þáttur Leikjavarpsins, heimsmeistaramótið og Daði Freyr

Grafík/Nörd Norðursins/Leikjavarpið

Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi og Bjarki Þór fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikjanna í 28. þætti Leikjavarpsins, tölvuleikjahlaðvarpi Nörd Norðursins.

Ný og spennandi sýnishorn úr leikjum

Meginefni þáttarins er PlayStation Showcase 2021 þar sem fyrirtækið Sony sýndi frá væntanlegum PlayStation 4 og 5 tölvuleikjum. Þar voru meðal annars birt ný sýnishorn úr God of War: Ragnarok, Spider-Man 2 og endurbættri útgáfu af Alan Wake.

Sjóðheitar umræður

Í þættinum er einnig fjallað um dómsmál Epic Games og Apple, heims­meist­ara­mótið í League of Le­g­ends sem haldið verður á Íslandi, mismunandi útgáfur af Horizon auk þess sem Bjarki gagnrýnir indíleikinn Twelve Minutes sem þykir fara frumlegar leiðir. Síðast en ekki síst ræða þeir um Psychonauts 2 tónleika Daða Freys.

 Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert