Níu af hverjum tíu ánægð með Skaupið

89% aðspurðra voru ánægðir með Áramótaskaupið 2022.
89% aðspurðra voru ánægðir með Áramótaskaupið 2022. Skjáskot/Rúv

Níu af hverjum tíu voru ánægðir með Áramótaskaupið 2022. Þetta sýnir könnun Maskínu en 89% svarenda sögðust vera ánægðir með Skaupið.

Tæp 6% voru á báðum áttum en 5,1% svarenda sögðu það slakt eða frekar slakt. 3,6% prósent horfðu ekki á Skaupið.

Síðan 2011 hefur aldrei ríkt jafn mikil ánægja með Skaupið.

Maskína

Kjósendur Pírata og Samfylkingar voru hvað ánægðastir með Skaupið en kjósendur Miðflokksins voru síst ánægðastir með Skaupið að þessu sinni.

Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu dagana 13. til 19. janúar 2023 og voru svarendur 949 talsins.

Saga Garðarsdóttir leikkona var yfirhöfundur Skaupsins. Meðhöfundar hennar voru Friðgeir Einarsson, Vigdís Hafliðadóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrði. 

Sigurjón Kjartansson í hlutverki verðbólgudraugsins.
Sigurjón Kjartansson í hlutverki verðbólgudraugsins. Skjáskot/Rúv
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg