Valdimar til Sogndal

Valdimar Þór Ingimundarson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu gegn …
Valdimar Þór Ingimundarson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu gegn því franska á EM á síðasta ári. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Knattspyrnumaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson er búinn að semja við norska B-deildarfélagið Sogndal. Kemur hann frá norska úrvalsdeildarfélaginu Strömsgodset.

Staðarmiðillinn Firda greinir frá vistaskiptunum í dag. Þar segir að Valdimar Þór verði formlega tilkynntur sem leikmaður Sogndal í komandi viku.

Hann var samningsbundinn Strömsgodset og þurfti Sogndal því að kaupa hann. Samkvæmt Firda er kaupverðið ein milljón norskra króna, sem er tæplega 14,5 milljónir íslenskra króna.

Í síðustu viku var tilkynnt að Hörður Ingi Gunnarsson hafi verið keyptur til Sogndal frá FH og munu fyrrum félagarnir úr U21-árs landsliði Íslands því hittast fyrir.

Valdimar Þór spilaði á dögunum sinn fyrsta A-landsleik þegar hann var í byrjunarliðinu gegn Úganda í vináttuleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert