Gaf sjö stoðsendingar í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson dældi sendingum á liðsfélagana í dag.
Aron Pálmarsson dældi sendingum á liðsfélagana í dag. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Aron Pálmarsson er orðinn leikfær á ný og kom mjög við sögu í sigri Álaborgar í Meistaradeildinni í handknattleik í Danmörku í dag. 

Aalborg vann Meshkov Brest 34:33 eftir spennandi leik í A-riðli keppninnar. Aron skoraði tvö mörk fyrir Alborg í leiknum en gaf auk þess sjö stoðsendingar á liðsfélagana og stal boltanum einu sinni. 

Aron hefur ekki komið við sögu hjá Aalborg síðustu vikurnar vegna meiðsla. 

Í sama riðli vann Kiel öruggan sigur á Zagreb 36:28. Kiel og Aalborg eru einmitt jöfn að stigum með 6 stig í efstu sætum í riðlinum. Vardar og Montpellier, lið Ólafs Guðmundssonar mætast í kvöld og á morgun eigast við Pick Szeged og Elverum, lið Orra Freys Þorkelssonar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert