Varaforseti þýska þingsins hneig niður og lést

Thomas Oppermann .
Thomas Oppermann . Ljósmynd/Wikipedia.org

Varaforseti þýska þingsins, Thomas Oppermann, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir sjónvarpsútsendingu.

Samstarfsmenn hans úr pólitíkinni hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.

Opperman, sem var í Jafnaðarmannaflokknum, var 66 ára þegar hann lést. Hann hneig niður í gærkvöldi skömmu áður en hann átti að koma fram á sjónvarpsstöðinni ZDF. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést, að sögn dw.com.

Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn árið 1980. Hann hafði verið varaforseti þingsins frá árinu 2017.

Hubertus Hill, vinnumálaráðherra Þýskalands, var á meðal þeirra sem minntust hans á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert