Þetta er eins og að reyna að lesa á holóttum vegi

Guðmundur Skúli Johnsen mætti mótlæti í skólakerfinu.
Guðmundur Skúli Johnsen mætti mótlæti í skólakerfinu. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég kalla þetta Gúmmí-Tarzan-lesblindu. Stafirnir eru á stöðugri hreyfingu um blaðsíðuna og ég er alltaf að elta þá. Þetta er eins og að reyna að lesa á holóttum vegi. Ég get lesið í dag en geri það ekki mér til ánægju. Það er einfaldlega of seinlegt og erfitt.“

Þetta segir Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, en tegundir lesblindu eru margar og mismunandi.

Guðmundur, sem fæddist árið 1967, lýsir erfiðri reynslu sinni úr skólakerfinu í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins en úrræði fyrir lesblinda nemendur voru lítil á þeim tíma. Hann segir margt hafa breyst á síðustu tveimur áratugum og skilning á lesblindu hafa aukist, bæði í skólakerfinu og úti í þjóðfélaginu. Enn sé þó verk að vinna.

Lesa má meira um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert