Auknar tekjur af skrifstofusetrum

Atwork rekur skrifstofusetur undir merkjum Regus á Hafnartorgi.
Atwork rekur skrifstofusetur undir merkjum Regus á Hafnartorgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Atwork ehf., sem rekur skrifstofusetur Regus á Íslandi, nam í fyrra 24,3 m.kr. Tekjur félagsins námu 230,4 m.kr. og jukust um tæpar 120 m.kr. á milli ára. Hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) nam um 48,7 m.kr.

Umsvif Atwork jukust nokkuð á liðnu ári. Undir merkjum Regus voru opnuð ný skrifstofusetur í Suðurhrauni í Garðabæ, á B59-hótelinu í Borgarnesi og í gamla Landsbankahúsinu á Ísafirði. Fyrir var félagið með setur á Hafnartorgi, á Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Keflavík.

Tómas Hilmar Ragnarsson, eigandi Atwork, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að félagið hyggist einnig opna nýtt setur í Stykkishólmi á næstu dögum auk þess sem fleiri staðir séu í pípunum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK