Guðlaugur Victor fyrirliði í sterkum útisigri

Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við Joshua Kimmich í leik …
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við Joshua Kimmich í leik Íslands og Þýskalands í síðustu viku. AFP

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum stað á miðju þýska stórliðsins Schalke og bar fyrirliðabandið þegar liðið vann mikilvægan útisigur gegn Paderborn í B-deildinni í knattspyrnu þar í landi í dag.

Schalke hafði betur, 1:0, þar sem Simon Terodde skoraði sigurmarkið eftir rúmlega klukkutíma leik.

Guðlaugur Victor stóð fyrir sínu í stöðu varnartengiliðs og lék allan leikinn.

Með sigrinum heldur Schalke vel í við efstu lið deildarinnar og er nú með 10 stig í sjöunda sæti, en þó aðeins þremur stigum á eftir Jahn Regensburg í efsta sætinu.

Paderborn hefði með sigri í dag getað hirt toppsætið en eru áfram í öðru sæti með 11 stig og því ljóst að toppbaráttan er hnífjöfn í upphafi tímabils, en sjötta umferðin klárast um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert