Útkall vegna reykjarlyktar á Bræðraborgarstíg

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á Bræðraborgarstíg.
Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið og lögregla voru kölluð til að húsnæði við Bræðraborgarstíg rétt rúmlega tvö í dag vegna reykjarlyktar.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði tvo bíla hafa farið frá slökkviliðinu og að nú gengju slökkviliðsmenn milli hæða og leituðu að upptökum lyktarinnar. 

Ekki hefur enn sést til reyks en gengið verður úr skugga um að engin hætta sé á ferðum áður en viðbragðsaðilar yfirgefa svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert