Palli var í þrumustuði í bingóþætti gærkvöldsins

Siggi Gunnars og Páll Óskar voru í miklu stuði að …
Siggi Gunnars og Páll Óskar voru í miklu stuði að vanda. Ljósmynd/Árni Sæberg

Fjölskyldubingó Morgunblaðsins, mbl.is og K100 fór heldur betur vel af stað í gærkvöldi eftir nokkurra mánaða hlé. 

Bingóstjórinn Siggi Gunnars fór á kostum eins og honum er von og vísa og þátttakan fór fram út björtustu vonum. Eva Ruza lék einnig á alls oddi en hún tekur hlutverki sínu sem vinninga-kynnir mjög alvarlega.

„Þúsundir manna spiluðu bingó með okkur í gær á tugþúsundir bingóspjalda. Ótrúlegur fjöldi spilara. Íslendingar á Alicante og ég veit ekki hvað og hvað tóku þátt,“ segir Siggi og er hæstánægður með þátttökuna og viðbrögðin sem honum hafa borist. 

Hinn eini sanni Páll Óskar var gestur kvöldsins og sá um að halda uppi stuðinu á milli bingóraða. „Hann er alltaf jafn frábær,“ segir Siggi. Páll Óskar flutti lagið Stórar spurningar sem var eitt vinsælasta lagið á Íslandi á síðasta ári. Hægt er að horfa á flutninginn hér að neðan. 

Bingógleðin mun halda göngu sinni áfram næstu fimmtudagskvöld klukkan 19:00. Fylgstu með fjörinu hér á mbl.is eða með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav