Erlent

Annað flutningaskip festist í Súesskurðinum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stór hluti flutninga heimsins fer í gegnum Súesskurðinn.
Stór hluti flutninga heimsins fer í gegnum Súesskurðinn. Suez Canal Authority/AP

Flutningaskipi sem strandaði í Súesskurðinum í nótt hefur nú verið komið á flot á ný.

Risaskipið Xin Hai Tong frá Hong Kong festist um tíma sunnantil í skurðinum og óttuðust menn að í uppsiglingu væri annað atvik líkt og gerðist árið 2021. 

Þá strandaði risaskipið Ever Given í skurðinum þannig að umferð um hann stöðvaðist í sex daga. Sú töf hafði síðan gríðarleg áhrif í langan tíma á flutningakerfi heimsins. 

Í þetta skiptið tókst egypskum dráttarbátum þó að losa flutningaskipið og afstýra slíku tjóni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×