Valur valtaði yfir KR

Hallveig Jónsdóttir skoraði átta stig fyrir Val.
Hallveig Jónsdóttir skoraði átta stig fyrir Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur vann gífurlega sannfærandi 73:46-sigur á KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór Valur upp í 18 stig og upp í toppsætið. Keflavík er tveimur stigum á eftir og með þrjá leiki til góða. KR er á botninum með tvö stig. 

Valskonur unnu fyrsta leikhlutann 17:8 og var staðan í hálfleik 39:22. Seinni hálfleikurinn reyndist formsatriði fyrir Val, en KR var aldrei líklegt til að gera leikinn spennandi. 

Kiana Johnson skoraði 17 stig fyrir Val og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16. Eydís Eva Þórisdóttir bætti við 12 stigum. Annika Holopainen skoraði 28 stig fyrir KR en aðrir leikmenn sex stig eða minna. 

Valur - KR 73:46

Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos-deild kvenna, 27. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 10:0, 15:2, 15:6, 17:8, 20:11, 29:13, 32:18, 39:22, 42:26, 46:26, 53:30, 60:30, 60:37, 66:41, 70:41, 73:46.

Valur: Kiana Johnson 17/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 16/9 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir 8/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 4/8 fráköst, Tanja Kristín Árnadóttir 3, Lea Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 20 í sókn.

KR: Annika Holopainen 28/9 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 6/7 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 4/5 fráköst/7 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 3/12 fráköst, María Vigdís Sánchez-Brunete 3, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 1, Helena Haraldsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert