Edwards fór á kostum í þriðja sigrinum

Anthony Edwards átti enn einn stórleikinn.
Anthony Edwards átti enn einn stórleikinn. AFP/Christian Pedersen

Minnesota Timberwolves er komið í 3:0 í einvígi sínu gegn Phoenix Suns í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA-körfuboltanum eftir 126:109 útisigur í þriðja leik í nótt. Minnesota þarf einn sigur til viðbótar til að fara áfram.

Anthony Edwards hefur spilað gríðarlega vel í einvíginu til þessa og hann átti enn einn stórleikinn. Skoraði Edwards 36 stig og tók níu fráköst. Bradley Beal skoraði 28 fyrir Phoenix.

Dallas Mavericks er komið í 2:1 gegn Los Angeles Clippers eftir heimasigur, 101:90. Luka Doncic var hársbreidd frá þrennu fyrir Dallas, skoraði 22 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. James Harden og Norman Powell skoruðu 21 stig hvor fyrir Clippers.

Þá er Indiana Pacers komið í 2:1 gegn Milwaukee Bucks eftir 121:118-heimasigur í framlengdum leik. Myles Turner skoraði 29 stig og tók níu fráköst fyrir Indiana. Khris Middleton átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 42 stig og tók tíu fráköst.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert