Vara fólk við að ganga út á íshelluna

Þykk íshella hefur myndast í höfninni í Hafnarfirði.
Þykk íshella hefur myndast í höfninni í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna kulda undanfarið hefur víða myndast lagnaðarís í höfnum og fjörðum. Fólk er eindregið varað við að ganga út á íshelluna, því hún getur verið ótrygg og jafnvel rekið frá landi, segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Í dag er spáð austlægri átt, 3-8 metrum á sekúndu, en 8-13 syðst. Skýjað verður að mestu og dálítil él, en snjókoma austanlands í fyrstu. Fer að snjóa suðaustantil í kvöld.

Norðlæg átt verður, víða 3-10 m/s á morgun. Dálítil él verða á víð og dreif, en bætir í vind með kvöldinu.

Frost verður á bilinu 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en sums staðar frostlaust syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert