Handboltinn byrjar aftur 11. nóvember

Kvennaliðin í handboltanum hafa verið í fríi frá því í …
Kvennaliðin í handboltanum hafa verið í fríi frá því í lok september. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleikssamband Íslands hefur frestað leikjum á Íslandsmótinu til 11. nóvember en áður hafði öllu verið frestað til 3. nóvember vegna takmarkana á æfingum og keppni af völdum útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í tilkynningu frá HSÍ segir að unnið sé að endurröðun leikja í deildakeppni og bikarkeppni meistaraflokka og það verði kynnt nánar í næstu viku. Stefnt sé að því að keppni fari af stað á ný á bilinu 11. til 15. nóvember.

Alls hefur fjórum umferðum verið frestað í Olísdeild karla og þremur í Olísdeild kvenna. Fjórðu umferðinni hjá konunum sem fram átti að fara 7. nóvember verður því einnig frestað samkvæmt þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert