Santos tekinn við pólska landsliðinu

Fernando Santos (til vinstri) kynntur sem nýr þjálfari Póllands.
Fernando Santos (til vinstri) kynntur sem nýr þjálfari Póllands. AFP/Wojtek Radwanski

Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Fernando Santos hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Póllands.

Hinn þaulreyndi Santos var síðast við stjórnvölinn hjá karlaliði Portúgals en sagði starfi sínu lausu eftir að liðið féll úr leik í átta liða úrslitum HM í Katar með tapi fyrir Marokkó.

„Það er heiður fyrir mig að fá að halda störfum mínum sem þjálfari áfram hér,“ sagði hann eftir að tilkynnt var um ráðninguna.

Santos tók við Portúgal árið 2014 og undir stjórn hans varð Portúgal Evrópumeistari á EM 2016 í Frakklandi og vann Þjóðadeild UEFA árið 2019.

Áður hafði Santos stýrt gríska karlaliðinu við góðan orðstír á árunum 2010 til 2014, þar sem liðið komst í átta liða úrslit á EM 2012 og 16-liða úrslita á HM 2014.

Fyrsta verkefni hans með Pólland verður að tryggja liðinu sæti á EM 2024 í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert