fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þakplötur, þakklæðningar og lausamunir fjúka – Vinnuskúr fór á hliðina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. desember 2021 13:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert er um útköll björgunarsveita vegna óveðurins sem nú gengur yfir vestanhluta landsins. Hafa þakplötur, þakklæðningar og lausamunir fokið. Þess má geta að vinnuskúr fauk á hliðina í Mosfellsbæ og gámur fauk við höfnina í Grindavík. Tilkynning frá Landsbjörgu um málið er eftirfarandi:

„Fyrsta útkall björgunarsveita í dag vegna óveðurs barst í Borgarnesi rétt fyrir ellefu, þar var tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Um klukkan tólf bætti töluvert í og hafa björgunarsveitir víða á suðvesturhorni landsins verið kallaðar út (Kjarnes, Reykjavík, Grindavík, Suðurnes, Mosfellsbær og Hafnarfjörður). Í öllum tilfellum er um að ræða foktjón vegna óveðurs, þakklæðningar, girðingar, ruslatunnuskýli, garðskúr og aðrir lausamunir. Vinnuskúr fauk á hliðina í Mosfellsbæ og gámur að fjúka við höfnina í Grindavík.

Við hvetjum fólk til að fara varlega og vera ekki á ferðinni að óþörfu á meðan mesta veðrið gengur yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“