fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Arsenal til sölu þrátt fyrir yfirlýsingar um að svo sé ekki

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 11:00

Stan Kroenke, eigandi Arsenal (fyrir miðju) / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er til sölu og hefur verið það síðastliðin tvö ár, þrátt fyrir yfirlýsingar eigandans Stan Kroenke um annað, þetta herma heimildir breska fjölmiðilsins Daily Mail.

Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um að Daniel Ek, eigandi streymisveitunnar Spotify, hyggist leggja fram tilboð um kaup á Arsenal, félagið sem hann hefur stutt síðan í æsku. Daniel segist vera búinn að tryggja fjármagn og hefur tekið höndum saman með fyrrum leikmönnum Arsenal og hyggst eignast félagið.

Það hefur gustað um Stan Kroenke undanfarið eftir að hann, ásamt stjórn Arsenal, ákvað að gerast stofnaðili að Ofurdeildinni sem síðan varð ekki að veruleika. Stuðningsmenn Arsenal eru orðnir langþreyttir á eiganda félagsins.

Heimildir Daily Mail herma að Kroenke hafi fengið tilboð í Arsenal fyrir innan við tveimur árum síðan. Tilboðinu var hafnað en áhugasömum aðilum var tilkynnt að það þyrfti tilboð upp á rúmlega 1.7 milljarð breskra punda ef íhuga ætti sölu á félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar
433Sport
Í gær

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við