Vínframleiðandinn Diageo hefur fest kaup á Don Papa Rum á 473 milljónir dollara eða ríflega 67 milljarða króna.

Don Papa er hágæða dökkt romm frá Filippseyjum. Diageo er enn stærsti vínframleiðandi heims en á meðal helstu vörumerkja fyrirtækisins eru Johnnie Walker, Tanqueray, Smirnoff, Baileys, Captain Morgan og Guinness.

Hjá Diageo starfa 28 þúsund manns og tekjur þess námu 22,5 milljörðum dollara á síðasta ári. Kaupin á Don Papa Rum eru liður Diageo í að auka úrval lúxusmerkja í vörulínu sinni en markaður með hágæða vín hefur stækkað ört undanfarin ár.