fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Ásgeir sár út í Samtökin 78 – „Ég hreinlega er í rusli yfir þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. janúar 2022 14:00

Ásgeir Ásgeirsson, Geiri X. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson – Geiri X – er afar ósáttur við Samtökin 78 vegna þess að honum var ekki boðið í útgáfuhóf sem haldið var í tilefni afmælisrits samtakanna. Ásgeir var í ritnefnd og lagði á sig töluverða sjálfboðavinnu fyrir útgáfuna.

Ásgeir er félagi í samtökunum til margra ára. Hann hefur þjáðst af langtímaveikindum og telur að höfnunin, sem honum finnst felast í þessu fálæti, hafi slæm áhrif á bata sinn. Ásgeir þjáist af CRPS-sjúkdómnum (Complex Regional Pain Syndrome), en hann er skilgreindur sem fjölþætt svæðisbundið verkjaheilkenni og veldur meðal annars miklum hamlandi verkjum, breyttri skynjun og stundum snertiviðkvæmni.

Ásgeir tjáði sig um sárindi sín út í Samtökin 78 í lokaðri Facebook-færslu sem hann veitti DV leyfi til að endurbirta. Hann segist upplifa sig óvelkominn innan samtakanna eftir þetta og líðanin sé á botninum:

„Líður eins og unwanted og illa gerðum hlut, komst að því að tímarit sem ég vann að og lagði mikla vinnu í og hafði samið um lágmarksgreiðslur fyrir kostnaðinum, gaf vinnutímann, var í ritnefnd en var ekki einu sinni boðið í útgáfuhófið. Sem betur fer ætlar vinur minn að redda mér eintaki svo ég eigi eitt en mikið svakalega er leiðinlegt að maður sé skilin eftir útundan og það í félagasamtökum sem ég tilheyri á margan hátt.

Sit eftir að hafa fengið skilaboð frá þriðja aðila sem sagði mér frá þessu öllu og ég spurði hvort ég hefði sagt eða gert eitthvað til að móðga einhvern svo að mér hefði ekki verið boðið eða hvort ég hefði gert eitthvað sem hefði valdið því að nærveru minnar var ekki óskað, hvað þá að ég fengi boð á útgáfuhóf eða fengi að vita að blaðið hefði komið út. Viðkomandi sem þekkir til veit ekkert til þess og skilur ekkert í þessu, nema að fólk hafi hreinlega ekki viljað nærveru mína þarna.

Ég sit núna bara dofinn – nokkrir vinir mínir voru með mér í ritnefnd og mér líður eins og óvelkomnum „unwanted“ aðila innan samtakanna og ég hreinlega er í rusli yfir þessu. Ég veit ekki til þess að ég hafi móðgað neinn í þessum félagasamtökum eða ritnefnd eða neinu og ég hreinlega er hugsi hvort karakterinn minn er svona leiðinlegur eða óvinsæll að ég hreinlega sé bara ekki æskilegur neinsstaðar. Í gær var besti dagur lífs míns, mér leið loksins svo vel og frábærlega og allt var hreinlega frábært þökk sé fjölskyldunni minni og vinum.

Í dag eftir þessar fréttir – þá er ég á botninum, mér líður eins og mér hafi verið gleymt eða hafnað – eftir alla vinnuna sem ég lagði í þá hreinlega að vera bara „gleymdur“, vera ekki einu sinni boðið eða hvað þá að fá að vita af útgáfunni eða neinu.

Líðanin er á botninum – ég hefði aldrei átt von á þessu – ég hreinlega bara sit dofin og íhuga hver mín staða er í þessum félagasamtökum eftir þetta. Höfnunartilfinningin er algjör – niðurlægingin algjör – botninum náð – ég er alveg sigraður – mér líður eins og engu – einskins virði að öllu leyti.“

Stjórnendur harma málið og ætla að leysa það

DV hafði samband við Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. Hann sagðist hafa séð færslu Geira og hafa sent honum strax skilaboð. Þau skilaboð hafa þó farið framhjá Geira, enn sem komið er. Segist Daníel ætla að ræða málið við ritstýru blaðsins og komast til botns í því. Hann bendir hins vegar á að útgáfuhófið hafi verið opinn viðburður, vel auglýstur. Blaðið er einnig frítt og víða aðgengilegt.

„Vona að ég fái upplýsingar um þetta leiðinlega mál á morgun,“ sagði Daníel við DV í gærkvöld.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, forkona samtakanna, brást einnig ljúflega við fyrirspurn DV. Hún segir að skoða þurfi málið:

„Mér finnst mjög leiðinlegt að heyra þetta, útgáfuhófið var opinn viðburður og blaðið hefur verið í opinni dreifingu og Geira er getið í því sem ljósmyndara, enda starfaði hann við blaðið af miklum dugnaði. Við þurfum greinilega eitthvað að skoða þetta mál, ég veit að framkvæmdastjórinn minn hefur verið í sambandi við Geira og ætlar að athuga með ritstýru blaðsins í dag. Vonandi getum við leyst þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“
Fréttir
Í gær

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Eldgosinu er lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað er uppstigningardagur?

Hvað er uppstigningardagur?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðgun af gáleysi á Austurlandi og ekki hægt að sakfella

Nauðgun af gáleysi á Austurlandi og ekki hægt að sakfella
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“