Erlent

Nýtt bólu­efni gegn meningó­kokkum vekur miklar vonir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar í Úganda bíða þess að fá bólusetningu við meningókokkum.
Íbúar í Úganda bíða þess að fá bólusetningu við meningókokkum. Getty/Andrew Caballero-Reynolds

Nýtt bóluefni gegn meningókokkum hefur vakið vonir um að hægt verði að koma í veg fyrir nær öll tilfelli heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkinganna, sem eru taldar valda 250 þúsund dauðsföllum í heiminum á ári hverju.

Bóluefnið NmCV-5, þróað af Serum Institute of India og alþjóðaheilbrigðissamtökunum Path, virðist veita góða vernd gegn þeim fimm tegundum meningókokka sem finnst í Afríku, þar sem 60 prósent dauðsfalla eiga sér stað.

Meðal þessara fimm afbrigða er nýtt afbrigði, X, sem virðist smitast auðveldlega á milli fólks og hefur ekki svarað þeim bóluefnum sem þegar eru á markaði.

Flest dauðsföllin í Afríku eiga sér stað á svokölluðu „heilahimnubólgubelti“ sem nær frá Gambíu og Senegal í vestri til Eþíópíu í austri. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk í Afríku er tvöfalt líklegra en aðrir til að glíma við langvarandi vandamál vegna heilahimnubólgu vegna þess hversu seint sjúkdómurinn er greindur og meðhönldlaður.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stefnir að því markmiði að fækka tilfellum þar sem hægt er að koma í veg fyrir heilahimnubólgu með bóluefnum um 50 prósent fyrir árið 2030 og dauðsföllum um 70 prósent.

Guardian greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×