Kínversk skytta fékk fyrsta gullið

Yang Qian í keppninni í morgun.
Yang Qian í keppninni í morgun. AFP

Fyrstu gullverðlaunum Ólympíuleikanna í Tókýó var úthlutað í morgun og það var kínversk kona sem fyrst allra steig á efsta þrep verðlaunapallsins á þessum leikum.

Það var Yang Qian sem stóð uppi sem sigurvegari í keppni með loftriffli af 10 metra færi og hún setti nýtt ólympíumet í greininni með því að fá 251,8 stig. 

Anastasiia Galashina frá Rússlandi hafnaði í öðru sæti eftir harða keppni við Yang en hún fékk 251,1 stig. Bronsið hlaut Nina Christen frá Sviss.

Þær Yang og Salashina enduðu í sjötta og áttunda sæti í undankeppninni en þar náði Jeanette Hegg Duestad frá Noregi bestum árangri þegar hún setti ólympíumet. Duestad varð að lokum að sætta sig við fjórða sætið.

Anastasiia Galashina, Yang Qian og Nina Christen á verðlaunapallinum í …
Anastasiia Galashina, Yang Qian og Nina Christen á verðlaunapallinum í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert