Elsa heimsmeistari í kraftlyftingum

Elsa Pálsdóttir á verðlaunapallinum í Halmstad í dag.
Elsa Pálsdóttir á verðlaunapallinum í Halmstad í dag. Skjáskot/umfn.is

Elsa Pálsdóttir frá Njarðvík varð í dag heimsmeistari í -76 kg flokki öldunga, 60 ára og eldri, í klassískum kraftlyftingum en heimsmeistaramótið stendur yfir í Halmstad í Svíþjóð.

Elsa lyfti 132,5 kg í hnébeygju og setti með því heimsmet í þeirri grein. Hún lyfti næst 60 kg í bekkpressu og jafnaði þar sinn besta árangur, og tryggði sér síðan gullverðlaunin með því að lyfta 160 kg í réttstöðulyftu.

Hún bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftunni um 2,5 kg og samanlagður árangur hennar, 352,5 kg, er nýtt heimsmet í greininni.

Frá afreki Elsu er nánar greint á heimasíðu Ungmennafélags Njarðvíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert