Lést af völdum súrefnisskorts

Mótmæli vegna andláts George Floyd.
Mótmæli vegna andláts George Floyd. AFP

George Floyd lést af völdum súrefnisskorts og lögreglumaðurinn Derek Chauckin kraup með hné á hálsi hans nánast allan tímann sem Floyd horfði niður á jörðina, handjárnaður með hendur fyrir aftan bak.

Þessu greindi Martin Tobin lungnalæknir frá við réttarhöldin yfir Chauvin, sem er ákærður fyrir manndráp.

„Herra Floyd lést af völdum súrefnisskorts,“ sagði Tobin við kviðdóminn sem samanstendur af níu konum og fimm karlmönnum. „Þetta olli skemmdum á heila hans,“ bætti hann við og einnig óreglulegum hjartslætti sem „varð til þess að hjarta hans hætti að slá“.

Mótmælandi heldur á mynd af Floyd.
Mótmælandi heldur á mynd af Floyd. AFP

Eric Nelson, verjandi Chauvin, hafði gefið í skyn að líkamsþynd hans hafi stundum verið á öxl Floyd eða á bakinu en ekki á hálsi hans.

Tobin sagðist ósammála og sagði að jafnvel eftir að Floyd hefði hætt að anda hefði Chauvin haldið áfram að halda honum niðri á götunni. Yfir 90% tímans hafi hnéð verið á hálsi hans.

Tobin vísað því einnig á bug að ólögleg lyf á borð við metamfetamín og fentanyl hafi átt þátt í dauða Floyd. „Heilbrigð manneskja sem hefði lent því sem Floyd lenti í hefði einnig látist,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert