Landsmenn keyptu 137.000 pakka af jarðhnetumauki

Landsmenn keypti 137 þúsund pakka af jarðhnetumauki í fyrra.
Landsmenn keypti 137 þúsund pakka af jarðhnetumauki í fyrra. Ljósmynd/UNICEF

Nú fer í hönd mikilvægasta tímabil ársins í sölu Sannra gjafa UNICEF enda jólasalan í gegnum tíðina tryggt ótal nauðstöddum börnum um allan heim lífsnauðsynleg hjálpargögn.

Á síðasta ári keypti fólk á Íslandi Sannar gjafir fyrir tæpar 33 milljónir króna og var vinsælasta gjöfin 100 pakkar af jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk í meðhöndlun vannæringar hjá börnum. Alls tryggðu landsmenn börnum í neyð 137.200 slíka pakka á síðasta ári með þeirri gjöf. Í flestum tilfellum þarf vannært barn aðeins þrjá slíka á dag í nokkrar vikur til að hljóta fullan bata. Það voru því ansi mörg líf sem gjafirnar björguðu það árið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.

Ný og endurbætt heimasíða

Á vef UNICEF er í boði úrval af gagnlegum hjálpargögnum sem hægt er að kaupa fyrir vini og vandamenn og tryggja þannig dreifingu á; t.d. næringu fyrir hungruð börn, lífsnauðsynlegum bóluefnum, hlýjum vetrarfatnaði, skjóli, námsgögnum og vatnshreinsitöflum svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess eru til sölu sérstök jólakort og gjafamerkimiðar sem eru ígildi mismunandi hjálpargagna og bæta líf barna í neyð.

Á árinu var tekin í gagnið ný og endurbætt heimasíða Sannra gjafa þar sem hægt er að skrifa persónulega kveðju til viðtakanda, hlaða upp mynd að eigin vali til að skreyta gjafabréfið. Þá eru í boði valmöguleikar um að láta senda gjafabréfið útprentað í pósti eða fá það sent í tölvupósti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert