Rússar hvetja til „aðhalds“ eftir árásina

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov.
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov. AFP/Alexander Zemlianichenko

Rússar hvetja þjóðir Mið-Austurlanda til þess að sýna aðhald, eftir árás Írans á Ísrael í gær.

„Við treystum á löndin á svæðinu til þess að leysa viðvarandi vandamál með pólitískum og diplómatískum leiðum,“ sagði í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands.

Yfirvöld í Rússlandi lýsa yfir gríðarlegum áhyggjum sínum vegna ástandsins eftir árás Írana.

Rússar fordæma stríðsreksturinn

Rússar fordæmdu árás Ísraelshers á sendiráð Írans í Sýrlandi 1. apríl og hafa einnig fordæmt stríðsrekstur Ísraels á Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert