Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 17:46
Elvar Geir Magnússon
HM: Livakovic hetja Króatíu í vítakeppni
 Mislav Orsic faðmar Dominik Livakovic.
Mislav Orsic faðmar Dominik Livakovic.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Japan 1 - 1 Króatía
1-0 Daizen Maeda ('43 )
1-1 Ivan Perisic ('55 )

Króatía vann vítaspyrnukeppnina 3-1

Króatía vann Japan í vítakeppni í 16-liða úrslitum HM og mun mæta sigurvegaranum í viðureign Brasilíu og Suður-Kóreu í 8-liða úrslitum.

Daizen Maeda, leikmaður Celtic, kom Japan yfir þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum en það mark má sjá með því að smella hérna.

Króatíska liðið skapaði sér lítið í fyrri hálfleik en voru bitmeiri í þeim seinni. Ivan Perisic jafnaði í 1-1 með hörkuskalla en markið má sjá hérna.

Með markinu varð Perisic markahæsti leikmaður Króata á stórmótum. Hann er kominn með tíu mörk og tók fram úr Davor Suker. Meðal marka Perisic er gegn Íslandi á HM 2018.

Á 63. mínútu átti Luka Modric hörkuskot á lofti sem Shuichi Gonda markvörður Japan varði með tilþrifum.

Staðan að loknum 90 mínútum var jöfn 1-1 og því farið í framlengingu, þá fyrstu á mótinu. Þegar átta mínútur voru liðnar af framlengingunni voru miðjumennirnir Luka Modric og Mateo Kovacic teknir af velli.

Framlengingin var tíðindalítil og þreytumerki á liðunum. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem markvörðurinn Dominik Livakovic var hetja Króata. Hann varði þrjár vítaspyrnur og kom í veg fyrir að Japan næði í fyrsta sinn að komast í 8-liða úrslitin. Vítaspyrnur japanska liðsins voru skelfilegar.



Hér má sjá hvernig vítakeppnin gekk fyrir sig:
17:44
Til hamingju Króatar!

Dominik Livakovic, markvörður Króatíu, með þrjár vörslur í vítakeppninni. Hann er Netgíró maður leiksins. Markvörður Dinamo Zagreb.

Eyða Breyta
17:43
Vítakeppnin: Japan 1 - 3 Króatía

KRÓATAR ERU KOMNIR ÁFRAM Í 8-LIÐA ÚRSLITIN!!! Pasalic innsiglar þetta!

Eyða Breyta
17:43
Vítakeppnin: Japan 1 - 2 Króatía

Maya Yoshida!!! Dominik Livakovic markvörður Króata ver í þriðja sinn.

Eyða Breyta
17:41
Vítakeppnin: Japan 1 - 2 Króatía

KRÓATÍA KLÚÐRAR! Marko Livaja ætlaði að vera eitursvalur en skaut í stöngina.

Eyða Breyta
17:40
Vítakeppnin: Japan 1 - 2 Króatía

Takuma Asano skorar.

Eyða Breyta
17:40
Vítakeppnin: Japan 0 - 2 Króatía

Marcelo Brozovic setti boltann á mitt markið og skorar!

Eyða Breyta
17:39
Vítakeppnin: Japan 0 - 1 Króatía

Dominik Livakovic VARÐI aftur! Kaoru Mitoma tók spyrnuna.

Eyða Breyta
17:38
Vítakeppnin: Japan 0 - 1 Króatía

Nikola Vlasic skorar.

Eyða Breyta
17:38
Vítakeppnin: Japan 0 - 0 Króatía

VARIÐ FRÁ MINAMINO! Dominik Livakovic VARÐI!

Eyða Breyta
17:38
Japan byrjar. Takumi Minamino tekur fyrstu spyrnuna.

Eyða Breyta
17:37


Eyða Breyta
17:35
Fyrsta vítaspyrnukeppnin á HM í Katar er framundan!

Eyða Breyta
17:34
Arnar Gunnlaugsson sérfræðingur HM stofunnar á RÚV talar um að bæði liðin hafi verið gjörsamlega búin á því í framlengingunni og lítið um gæði.

Eyða Breyta
17:34


Eyða Breyta
17:33
122. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

FLAUTAÐ! VÍTASPYRNUKEPPNI!

Eyða Breyta
17:33
121. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Lovro Majer, leikmaður Króatíu, með skot framhjá. Ekki galin tilraun.

Eyða Breyta
17:32
121. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Uppbótartími: 1 mínúta.

Eyða Breyta
17:30
120. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Leikmaður Japans liggur eftir á vellinum, fékk boltann í höfuðið.

Eyða Breyta
17:30
119. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Sigurliðið hér mun mæta Brasilíu eða Suður-Kóreu í 8-liða úrslitum.

Eyða Breyta
17:28
117. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Framlengingin hefur verið býsna róleg, eins og oft vill vera. Borna Barisic var að fá gula spjaldið.

Eyða Breyta
17:27
116. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Það eru um fimm mínútur eftir og stefnir allt í vítakeppni.

Eyða Breyta
17:25
113. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Af leikmönnum Króatíu sem eru á vellinum núna þá var það bara Marcelo Brozovic sem tók víti í vítakeppni á HM 2018. Hann skoraði af punktinum gegn Rússlandi.

Eyða Breyta
17:23
111. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Takumi Minamino fer væntanlega á vítapunktinn ef úrslitin ráðast í vítakeppni, síðustu fimm spyrnur hans hafa ekkert endað neitt alltof vel.



Eyða Breyta
17:21
109. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Japan að sækja en Josko Gvardiol réttur maður á réttum stað og kemur boltanum frá. Hefur verið magnaður í vörn Króata á þessu móti.

Eyða Breyta
17:19
108. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Þessi leikur hefur verið mikil skák. Áhugavert að Luka Modric fór af velli í fyrri hálfleik framlengingar og verður því ekki til staðar í vítaspyrnukeppninni, ef leikurinn endar þar!

Eyða Breyta
17:18
106. mínúta: Japan 1 - 1 Króatía

Seinni hálfleikur framlengingarinnar er kominn af stað.

Eyða Breyta
17:17
Króatar á kunnuglegum slóðum.



Eyða Breyta
17:17
Gott færi sem japanska liðið fékk í fyrri hálfleik framlengingar:



Eyða Breyta
17:16
Velkomin til leiks, seinni hálfleikur framlengingar er að fara að hefjast. Staðan 1-1.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner