Eldur í sjö hæða byggingu breiðist út

Skjáskot af eldsvoðanum úr myndskeiði sem Michael Goode tók og …
Skjáskot af eldsvoðanum úr myndskeiði sem Michael Goode tók og birti á Facebook í morgun. AFP

Meira en 100 slökkviliðsmenn berjast við eld í sjö hæða byggingu í miðborg Sydney í Ástralíu. Varað hefur verið við því eldurinn sé að breiðast út.

Skjáskot úr myndskeiði sem Grant Ozolins birti á Twitter í …
Skjáskot úr myndskeiði sem Grant Ozolins birti á Twitter í morgun. AFP

„Byggingin er að byrja að hrynja og eldurinn er byrjaður að breiðast út í þó nokkrar nærliggjandi byggingar, þar á meðal íbúðabyggingar,” sagði í yfirlýsingu frá slökkviliðinu.

Efsta hæð byggingarinnar hrundi niður á götuna fyrir neðan, að því er sást í myndskeiði frá slökkviliðinu.

Almenningur hefur verið hvattur til að halda sig frá svæðinu á meðan slökkviliðið reynir að ná tökum á eldinum.

Myndskeið frá BBC:

Lögreglumaður á vettvangi.
Lögreglumaður á vettvangi. AFP/David Gray
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert