Fótbolti

Aftur fékk Börsungurinn að heyra það: „Þessar mót­tökur voru hræði­legar!“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Braithwaite í leiknum í gær. Með smá heppni hefði hann getað skorað að minnsta kosti eitt mark.
Braithwaite í leiknum í gær. Með smá heppni hefði hann getað skorað að minnsta kosti eitt mark. ean Mouhtaropoulos/Getty Images

Það fylgir Martin Braithwaite mikil pressa að spila í Barcelona og sú pressa fer með honum í danska landsliðið þar sem danski landinn býst við miklu af honum.

Braithwaite fékk ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína í 2-1 nauma sigrinum gegn Íslandi á sunnudagskvöldið og ekki var einkunnin hærri eftir 4-2 tapið gegn Belgíu í gærkvöldi.

Framherjinn fékk fjóra í einkunn eins og nokkrir aðrir leikmenn danska landsliðsins, til að mynda Kasper Schmeichel og Yussuf Poulsen.

„Enginn getur fjarlægt sjálfstraustið rosalega og það sköpuðust færi í kringum hann en móttakan var á utandeildarstigi. Þessar móttökur voru hræðilegar!“ skrifaði BT í umfjölluninni um Braithwaite.

Það var þó enginn sem fékk lægri einkunn en vinstri bakvörðurinn Joakim Mæhle. Hann hafði spilað nokkra góða leiki í röð áður en kom að toppslagnum við Belga í gær þar sem hann réði ekki við eitt né neitt.

Christian Eriksen var, aftur, besti maður Dana að mati BT. „Það er ótrúlegt að þjálfari Inter Antonio Conte fái Eriksen ekki til að virka hjá sínu liði,“ sagði í umfjölluninni um Eriksen.

Allar umsagnirnar má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×