Bjarki bestur Íslendinga

Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska liðsins á HM.
Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska liðsins á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hafnaði í 12. sæti á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Svíþjóð og Póllandi. Um vonbrigði er að ræða, þar sem liðið ætlaði sér að minnsta kosti að fara í átta liða úrslit. 

Morgunblaðið fer stuttlega yfir frammistöðu hvers og eins leikmanns á mótinu hér fyrir neðan. Byrjar á markvörðunum og svo er farið í stafrófsröð í gegnum leikmannahóp liðsins.

Markverðir

Ágúst Elí Björgvinsson – Kom inn í hópinn fyrir síðustu tvo leikina en spilaði ekki eina einustu sekúndu.

Björgvin Páll Gústavsson – Byrjaði mótið vel og átti fínan leik í sigrinum á Portúgal í fyrstu umferð og ágæta spretti í tapinu fyrir Ungverjum. Hann náði sér hins vegar ekki á strik í milliriðlunum. Varði aðeins samtals átta skot í þremur leikjum milliriðlanna. Lek vörn hjálpaði lítið.

Viktor Gísli Hallgrímsson – Átti góðan leik á móti Suður-Kóreu og fína spretti gegn Brasilíu. Þar fyrir utan var mótið nokkur vonbrigði fyrir Viktor. Spilar með Nantes í Meistaradeildinni og var ein ástæða þess að Íslendingar voru bjartsýnir fyrir mótið, þar sem markvarðarstaðan hefur stundum verið hausverkur, og Viktor á að kippa því í liðinn. Það tókst ekki á þessu móti.

Útileikmenn

Arnar Freyr Arnarsson – Var í litlu hlutverki á mótinu en nýtti vel þau fáu færi sem hann fékk. Var í vandræðum í vörninni eins og flestir aðrir.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert