Enski boltinn

Newcastle í Meistaradeildina á næstu leiktíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Meistaradeildarsætið í hús.
Meistaradeildarsætið í hús. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Newcastle United mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þetta varð staðfest þegar Newcastle gerði markalaust jafntefli við Leicester City í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld.

Newcastle var mun betri aðilinn en Leicester í kvöld en Refirnir eru í bullandi fallbaráttu og stefnir allt í að liðið spili í B-deild á næstu leiktíð. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði tókst Newcastle ekki að skora og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.

Newcastle er nú með 70 stig í 3. sæti þegar liðið á einn leik eftir. Manchester United er sæti neðar með 69 stig en á leik til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með 66 stig og getur enn náð Meistaradeildarsæti fari svo að Man Utd tapi síðustu tveimur leikjum sínum.

Refirnir frá Leicester eru í 18. sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. Liðið þarf sigur í lokaumferðinni gegn West Ham United og á sama tíma þarf Everton að tapa fyrir Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×