Samkomulagið felur í sér að fyrirtækin þrjú skuldbinda sig til þess að tryggja rekstrarlegan aðskilnað milli sameinaðs fyrirtækis og tengds reksturs eigenda félaganna, einkum Myllunnar.
Heildsölurekstur samstæðunnar mun fara fram í nýju félagi sem aðskilið verður annarri starfsemi.
Samrunaaðilar skuldbinda sig einnig til þess að grípa til sértækari aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum samrunans en þær aðgerðir verða tilkynntar síðar.
Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að næstu vikur verði nýttar í að sameina rekstur fyrirtækjanna undir merkjum sameiginlegs félags.
Ó. Johnson & Kaaber var stofnað 1906 og keypti Sælkeradreifingu árið 2006, en keffibrennsluhluti fyrirtækisins, Nýja Kaffibrennslan og Kaffitár, verður ekki hluti af fyrirhugaðri sameiningu.
ÍSAM var stofnað árið 1964 og hét áður Íslensk-Ameríska. Framleiðsluhluti fyrirtækisins, Myllan, Ora, Frón og Kexsmiðjan á Akureyri verður áfram í eigu núverandi hluthafa.