Viðskipti innlent

Rót­grónir heild­sölurisar fá að sam­einast

Þorgils Jónsson skrifar
Heildsölurekstur Ó. Johnson og Kaaber, Sælkeradreifingar og ÍSAM var samþykktur af Samkeppniseftirlitinu, með skilyrðum þó.
Heildsölurekstur Ó. Johnson og Kaaber, Sælkeradreifingar og ÍSAM var samþykktur af Samkeppniseftirlitinu, með skilyrðum þó.

ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“.

Samkomulagið felur í sér að fyrirtækin þrjú skuldbinda sig til þess að tryggja rekstrarlegan aðskilnað milli sameinaðs fyrirtækis og tengds reksturs eigenda félaganna, einkum Myllunnar.

Heildsölurekstur samstæðunnar mun fara fram í nýju félagi sem aðskilið verður annarri starfsemi.

Samrunaaðilar skuldbinda sig einnig til þess að grípa til sértækari aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum samrunans en þær aðgerðir verða tilkynntar síðar.

Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að næstu vikur verði nýttar í að sameina rekstur fyrirtækjanna undir merkjum sameiginlegs félags.

Ó. Johnson & Kaaber var stofnað 1906 og keypti Sælkeradreifingu árið 2006, en keffibrennsluhluti fyrirtækisins, Nýja Kaffibrennslan og Kaffitár, verður ekki hluti af fyrirhugaðri sameiningu.

ÍSAM  var stofnað árið 1964 og hét áður Íslensk-Ameríska. Framleiðsluhluti fyrirtækisins, Myllan, Ora, Frón og Kexsmiðjan á Akureyri verður áfram í eigu núverandi hluthafa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×